 
■ Höfuðtólið notað með mörgum pöruðum símum
Áður en hægt er að nota höfuðtólið verður að para samhæfa símann við það. 
Hægt er að para höfuðtólið við allt að 8 síma en það getur aðeins tengst einum 
síma í einu.
Síminn sem fyrst var paraður við höfuðtólið kallast "sjálfgefni síminn". Síminn 
sem síðast var notaður með höfuðtólinu kallast "síðast notaði síminn".
Ef kveikt er á höfuðtólinu í innan við 10 metra fjarlægð frá mörgum pöruðum 
símum reynir það að tengjast "sjálfgefna símanum" eftir fáeinar sekúndur. 
Ef höfuðtólið getur ekki tengst “sjálfgefna símanum” (til dæmis ef slökkt er á 
honum eða notandinn hafnar tengingunni), reynir það að tengjast “síðast notaða 
símanum” innan nokkurra sekúndna. 
Ef höfuðtólið getur ekki tengst neinum af samhæfu símunum verður það áfram 
aðgengilegt öðrum símum í um það bil 10 mínútur, sem sést á græna leiftrandi 
gaumljósinu. Ef tengingu er ekki komið á innan þessa tíma er sjálfkrafa slökkt á 
höfuðtólinu.
Ef nota á höfuðtólið með pöruðum síma sem ekki er “sjálfgefinn sími” eða “síðast 
notaði síminn” skal koma tengingunni á í Bluetooth-valmynd símans.
 
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
20