Höfuðtólið aftengt símanum
Hægt er að aftengja höfuðtólið símanum ef t.d. á að nota annað Bluetooth-tæki
með honum. Höfuðtólið má aftengja með einhverjum eftirfarandi hætti:
• Slökkt er á höfuðtólinu.
• Höfuðtólið er aftengt í Bluetooth-valmynd símans.
• Höfuðtólið er fært í yfir 10 metra fjarlægð frá símanum.
Höfuðtólið aftengist einnig ef rafhlaðan tæmist.
Bent skal á að ekki þarf að eyða pöruninni við höfuðtólið til að aftengja það. Þegar
parað höfuðtól er tengt aftur er ekki krafist aðgangslykils.