■ Hleðslutæki og rafhlöður
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þráðlausa
klemmuhöfuðtólið HS-3W er ætlað til notkunar með eftirfarandi hleðslutækjum: ACP-8,
ACP-9, ACP-12 og LCH-12.
Viðvörun! Aðeins skal nota rafhlöður og hleðslutæki sem Nokia hefur samþykkt til
notkunar með þessum tiltekna aukahlut. Ef notaðar eru aðrar gerðir fellur niður
öll ábyrgð og samþykki sem fylgir aukahlutnum, og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi tækisins veitir upplýsingar um rafhlöður og hleðslutæki sem samþykkt eru til
notkunar með því.
Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna og draga hana út, ekki leiðsluna.