
■ Úrræðaleit
Ef ekki tekst að tengja höfuðtólið við símann skal gera eftirfarandi:
• Ganga skal úr skugga um að Bluetooth-aðgerðir séu virkar í samhæfa
símanum.
• Tryggja þarf að kveikt sé á höfuðtólinu og það sé parað við símann.
• Gæta skal þess að fyrri Bluetooth-tenging úr símanum hafi verið slitin.
• Athuga skal að höfuðtólið sé í innan við 10 metra fjarlægð frá símanum og
engar hindranir, svo sem veggir eða önnur tölvustýrð tæki, séu milli
höfuðtólsins og símans.
• Listi yfir pörunarupplýsingar í höfuðtólinu kann að vera fullur. Höfuðtólið
getur geymt pörunarupplýsingar um allt að 8 síma í einu. Ef listinn fyllist þarf
að endurstilla höfuðtólið í upphaflegu stillingarnar, sjá
Höfuðtólið endurstillt
á
bls.
20
.
• Ef höfuðtólið tengist ekki sjálfkrafa við sjálfgefinn/síðasta notanda skal styðja
á og halda niðri svar-/slit-takkanum.

15
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.