
1. Inngangur
Hægt er að tengja þráðlausa klemmuhöfuðtólið HS-3W við samhæfan síma sem
styður Bluetooth-tækni. Þannig getur notandinn hringt og svarað símtölum á
ferðalagi eða á vinnustað.
Lesið þessa notendahandbók vandlega áður en höfuðtólið er notað. Ekki skal nota
notendahandbókina með þráðlausa klemmuhöfuðtólinu HS-3W í stað
notendahandbókarinnar með símanum, en í henni eru mikilvægar upplýsingar um
öryggi og viðhald. Höfuðtólið skal geyma þar sem börn ná ekki til.